laugardagur, 23. ágúst 2008
Shorts & Docs 1: Íslenskar heimildamyndir
Ég fór á íslensku heimildamyndirnar á hátíðinni í kvöld, og þær voru ansi misjafnar. Þar fyrir utan voru smá vandamál á sýningunni milli fyrstu og annarrar myndar og í upphafi annarar myndar. Það liðu a.m.k. 5 mínútur milli "Magapínu" og "Ketils" - líkast til hafa þeir sýnt þær á mismunandi tækjum. Svo áttu þeir í mestu vandræðum með að fá "Ketil" til þess að passa á tjaldið, og það minnkaði svolítið ánægjuna af áhorfinu. Soldið pirrandi hvað þessi tæknilegu atriði geta vafist fyrir starfsfólki þessara hátíða.
Magapína
Ég verð að játa að ég mætti aðeins of seint og er því kannski ekki alveg dómbær á þessa. Samt, sá hluti myndarinnar sem ég sá var í litlu samræmi við lýsinguna í bæklingnum. Lýsingin í bæklingnum byrjar svona: "Yndislega beljan Branda á við stórt vandamál að stríða, hún er ánetjuð plasti." Miðað við þessa lýsingu heldur maður að beljan gegni stóru hlutverki og að persónuleiki hennar fái að skína í gegn, en það sem ég sá af myndinni mætti helst lýsa sem uppskurðar-horror, þar sem beljan var opnuð upp á gátt og plast og annað aðskotaefni rifið úr iðrum hennar. Ég sá mest eftir því að hafa ekki misst af meiru.
Ketill
Þessi var ansi góð á köflum, en datt niður inn á milli. Ketill er náttúrulega bráðsnjall karakter. Ég held ég fari rétt með það að hann var í barnatímanum þegar ég var lítill, en get ekki verið viss. Þessi mynd gefur manni rétt svipmynd af Katli, og maður skilur ekki alveg sumar áherslurnar (hver var t.d. þessi vinkona hans sem gaf frá sér öll þessi skrýtnu hljóð?)
Sagan um Svein Kristján Bjarnarson - öðru nafni Holger Cahill
Þessi var nokkuð áhugaverð, en langtífrá gallalaus. Í bæklingnum stendur að myndin sé enn í vinnslu, og hún bar þess nokkur merki. Ég tók t.d. eftir því að klippingin og hljóðblöndunin voru ekki alltaf eins og best verður á kosið. Þá var myndin líka í hægari kantinum. Saga Cahills er samt ansi áhugaverð - hann er svona "self-made man" og á sama tíma soldið dularfullur (það eru einhver 6-7 ár sem við vitum lítið um).
Kjötborg
Langbesta myndin af þessum fjórum. Þetta er einfaldlega hlý og skemmtileg mynd um fólk sem bindur bagga sína ekki sömu hnútum og flestir aðrir. Þetta á bæði við um þá bræður, Gunnar og Kristján, sem reka Kjötborg, og fastakúnnana sem eru margir ansi skrautlegir. Sannkölluð "feel-good" mynd sem rennur ljúft niður - einfaldlega mjög vel gerð og efnið er alveg kjörið í svona mynd.
Magapína
Ég verð að játa að ég mætti aðeins of seint og er því kannski ekki alveg dómbær á þessa. Samt, sá hluti myndarinnar sem ég sá var í litlu samræmi við lýsinguna í bæklingnum. Lýsingin í bæklingnum byrjar svona: "Yndislega beljan Branda á við stórt vandamál að stríða, hún er ánetjuð plasti." Miðað við þessa lýsingu heldur maður að beljan gegni stóru hlutverki og að persónuleiki hennar fái að skína í gegn, en það sem ég sá af myndinni mætti helst lýsa sem uppskurðar-horror, þar sem beljan var opnuð upp á gátt og plast og annað aðskotaefni rifið úr iðrum hennar. Ég sá mest eftir því að hafa ekki misst af meiru.
Ketill
Þessi var ansi góð á köflum, en datt niður inn á milli. Ketill er náttúrulega bráðsnjall karakter. Ég held ég fari rétt með það að hann var í barnatímanum þegar ég var lítill, en get ekki verið viss. Þessi mynd gefur manni rétt svipmynd af Katli, og maður skilur ekki alveg sumar áherslurnar (hver var t.d. þessi vinkona hans sem gaf frá sér öll þessi skrýtnu hljóð?)
Sagan um Svein Kristján Bjarnarson - öðru nafni Holger Cahill
Þessi var nokkuð áhugaverð, en langtífrá gallalaus. Í bæklingnum stendur að myndin sé enn í vinnslu, og hún bar þess nokkur merki. Ég tók t.d. eftir því að klippingin og hljóðblöndunin voru ekki alltaf eins og best verður á kosið. Þá var myndin líka í hægari kantinum. Saga Cahills er samt ansi áhugaverð - hann er svona "self-made man" og á sama tíma soldið dularfullur (það eru einhver 6-7 ár sem við vitum lítið um).
Kjötborg
Langbesta myndin af þessum fjórum. Þetta er einfaldlega hlý og skemmtileg mynd um fólk sem bindur bagga sína ekki sömu hnútum og flestir aðrir. Þetta á bæði við um þá bræður, Gunnar og Kristján, sem reka Kjötborg, og fastakúnnana sem eru margir ansi skrautlegir. Sannkölluð "feel-good" mynd sem rennur ljúft niður - einfaldlega mjög vel gerð og efnið er alveg kjörið í svona mynd.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þú hefðir ekki átt að mæta of seint á beljumyndina. Þetta byrjaði sko á löngu persónulegu viðtali við Bröndu. Þar sem maður fékk svona nasasjón af einstökum persónuleika hennar. Virkilega innihaldsríkt.
Skrifa ummæli