fimmtudagur, 21. ágúst 2008
Breytingar frá því í fyrra
1. Meira verklegt
Það var einróma álit hópsins í fyrra að verklegi þátturinn væri skemmtilegastur og lærdómsríkastur, og mætti vera veigameiri. Í stað tveggja stuttmyndaverkefna eru þau nú fjögur:
- stuttmyndamaraþon
- stutt heimildarmynd
- auglýsing
- lokaverkefni
2. Lokaprófið gildir minna
Í fyrra gilti tveggja tíma lokapróf 100% af prófeinkunn. Vægi lokaprófsins er nú 50%, og bloggið gildir nú 50% af prófseinkunninni.
3. Fyrirgjöfin fyrir bloggið hvetur til þess að unnið sé jafnt og þétt
Í fyrra var gefin ein einkunn fyrir hvora önn. Þá voru ansi margir sem freistuðust til þess að fresta vinnu sinni og taka törn í lok annar. Nú verður gefin einkunn fyrir hvern mánuð og ein einkunn í lok annar. September, október og nóvember gilda þá 16,7% hvor, og einkunn fyrir alla önnina 50%, þ.a. ef einhver freistast til þess að skrifa allar sínar færslur í desember, þá getur hann ekki fengið hærra en 5 fyrir önnina.
4. Nú verða keyptar bækur
Í fyrra var mikið notast við bókina Film Directing Fundamentals og nokkrar aðrar, en nemendur voru ekki látnir kaupa neina bók, heldur var efnið gert aðgengilegt á netinu. Þá fannst mönnum þeir ekki verða að lesa það. Að fenginni reynslu eigið þið nú að kaupa FDF og ljósritað hefti (bæði koma eftir 2-3 vikur).
5. Fleiri hátíðarferðir
Í fyrra fóru nemendur á a.m.k. tvær sýningar á RIFF. Nú farið þið á tvær sýningar á Reykjavík Shorts & Docs, auk þess sem þið farið á tvær sýningar og einn viðburð á RIFF. Við sjáum svo til með hátíðir á vorönn, þar er ekki úr mörgu að moða, en það getur hugsast að við förum á frönsku kvikmyndahátíðina.
Ég er örugglega að gleyma einhverju...
Það var einróma álit hópsins í fyrra að verklegi þátturinn væri skemmtilegastur og lærdómsríkastur, og mætti vera veigameiri. Í stað tveggja stuttmyndaverkefna eru þau nú fjögur:
- stuttmyndamaraþon
- stutt heimildarmynd
- auglýsing
- lokaverkefni
2. Lokaprófið gildir minna
Í fyrra gilti tveggja tíma lokapróf 100% af prófeinkunn. Vægi lokaprófsins er nú 50%, og bloggið gildir nú 50% af prófseinkunninni.
3. Fyrirgjöfin fyrir bloggið hvetur til þess að unnið sé jafnt og þétt
Í fyrra var gefin ein einkunn fyrir hvora önn. Þá voru ansi margir sem freistuðust til þess að fresta vinnu sinni og taka törn í lok annar. Nú verður gefin einkunn fyrir hvern mánuð og ein einkunn í lok annar. September, október og nóvember gilda þá 16,7% hvor, og einkunn fyrir alla önnina 50%, þ.a. ef einhver freistast til þess að skrifa allar sínar færslur í desember, þá getur hann ekki fengið hærra en 5 fyrir önnina.
4. Nú verða keyptar bækur
Í fyrra var mikið notast við bókina Film Directing Fundamentals og nokkrar aðrar, en nemendur voru ekki látnir kaupa neina bók, heldur var efnið gert aðgengilegt á netinu. Þá fannst mönnum þeir ekki verða að lesa það. Að fenginni reynslu eigið þið nú að kaupa FDF og ljósritað hefti (bæði koma eftir 2-3 vikur).
5. Fleiri hátíðarferðir
Í fyrra fóru nemendur á a.m.k. tvær sýningar á RIFF. Nú farið þið á tvær sýningar á Reykjavík Shorts & Docs, auk þess sem þið farið á tvær sýningar og einn viðburð á RIFF. Við sjáum svo til með hátíðir á vorönn, þar er ekki úr mörgu að moða, en það getur hugsast að við förum á frönsku kvikmyndahátíðina.
Ég er örugglega að gleyma einhverju...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli