sunnudagur, 24. ágúst 2008
Shorts & Docs 2: Cannes stuttmyndir, ein skosk heimildarmynd og fyrsti hlutinn af lofsöngnum um Ísland
Jæja, ég ætla að byrja á því að nöldra svolítið um framkvæmd hátíðarinnar. Í gær fór ég á tvær sýningar. Sú fyrri átti að samanstanda af 6 stuttum skoskum heimildarmyndum, og ég var nokkuð spenntur fyrir sumum þeirra. Eins og sjá má í fyrirsögninni, þá varð lítið úr þeirri ætlun hjá aðstandendum hátíðarinnar - þeim tókst að sýna eina skoska heimildarmynd, og það var einmitt sú sem ég var fyrirfram minnst spenntur fyrir, "Standing Start". Sjaldan er ein báran stök. Eftir þessa mynd var áhorfendum tilkynnt að það yrðu ekki sýndar fleiri skoskar heimildarmyndir, því að þær höfðu borist á vitlausu formati. Þá var okkur sagt að nú yrði sýnd aftur "Pétur og úlfurinn", stutt brúðumynd sem ég var ekki búinn að sjá, þ.a. mér leist ágætlega á það. Þangað til myndin fór af stað. Því þar reyndist komin "Óður til Íslands", rosalega rembingslegur lofsöngur þýsks kvikmyndagerðarmanns til íslenskrar náttúru. Þessi mynd er hins vegar rúmir tveir tímar, og því var bara sýndur fyrsti hlutinn, og sagt að áhugasamir gætu komið og séð hana í heild sinni síðar. Ég var ekki beint spenntur fyrir þessari mynd fyrir, en mér myndi seint detta í hug að sitja undir fyrsta hlutanum aftur, meira að segja þótt hún hefði verið góð.
Standing Start
Lýsingin á þessari hljómaði eins og algjört fret: "Ævi- og baráttusaga Ódysseifs er borin saman við undirbúning reiðhjólakappa fyrir keppni." Hún reyndist talsvert betri en ég bjóst við. Að vísu var frásögn sögumanns frekar tilgerðarleg, en hún byggðist einvörðungu á köflum úr Ódysseifskviðu (lesnir með sterkum skoskum hreim). Allt annað var ansi gott, og sem hluti af heildinni var frásögnin ekki alvitlaus.
Í stuttu máli sagt þá er myndin byggð upp á hliðsetningu og hliðstæðum. Saga Ódysseifs er t.d. ekki beinlínis borin saman við undirbúning reiðhjólakappans (sem hjólar stutta spretti innanhúss), heldur er hún lesin yfir þessum myndum af undirbúningnum, og það er áhorfandans að sjá samhengið. Klipping og hljóðblöndun er mjög flott. Það er klippt rytmískt og með síauknum hraða milli mismunandi þátta undirbúningsins og hjólreiðanna sjálfra. Undir þessu er svo ágæt taktföst tónlist þar sem trommuleikurinn er í aðalhlutverki, og í einu skotanna sjáum við að það er hjólreiðamaðurinn sem spilar á trommurnar. Efnið er kannski ekki ýkja spennandi, en úrvinnslan er ansi hreint ágæt.
Óður til Íslands, fyrsti hluti
Nenni ekki að skrifa mikið um þessa. Ég upplifði þetta sem afskaplega dæmigerða náttúrulífsmynd. Það er fullt af flott uppbyggðum römmum, en þetta er allt afskaplega einsleitt. Það er gríðarlegt magn af "time lapse" skotum, og restin af skotunum eru eiginlega allt annað hvort draumkennd skot þar sem myndavélin hreyfist hægt (afturábak, áfram eða til hliðar) eða þá alveg kyrr skot. Aftur og aftur var klippt með hægu dissolvi úr skoti sem hreyfðist hægt í eina átt í skot sem hreyfðist hægt í aðra átt (t.d. skot sem hreyfist hægt til hliðar -> dissolve -> skot sem hreyfist hægt áfram). Tónlistin var klisjukennd og á köflum beinlínis ömurleg (einhver vælandi gítarsóló). Og yfir öllu var stanslaust blaðrið í sögumanni, þar sem lýsir á ýkt ljóðrænan hátt því sem fyrir augu ber (á þýsku).
Cannes stuttmyndir
Ætla ekki að skrifa um allar, en heilt yfir voru þetta fínar myndir.
"Love You More": Bara nokkuð fín stuttmynd um fyrsta skiptið. Unglingsstrákur og stelpa ætla bæði að kaupa sér nýju smáskífuna með Buzzcocks (árið er 1978), en það er bara eitt eintak til. Hún býður honum heim til sín að hlusta á plötuna, og það verður til þess að þau stunda kynlíf meðan lagið "Love You More" spilar aftur og aftur. Mér fannst hún mest skemmtileg fyrir það hvernig hún fangar þetta lykilmóment í lífi ungmennanna.
"Þráin": Önnur mynd sem notar lykilmóment sem útgangspunkt. Kona á miðjum aldri fellur í þunglyndi þegar eiginmaðurinn fer frá henni. Við sjáum viðbrögðin um leið og hann fer, síðan er klippt tvo mánuði fram í tímann, og það er greinilegt að hún hefur ekkert aðhafst þessa tvo mánuði, heldur verið eins og draugur. En þá fer hún að vakna aftur til lífsins, sérílagi kynferðislega, og í lokin virðist hún komin yfir erfiðasta hjallann.
"Næsta hæð": Virkilega flott mynd. Við sjáum hóp af fólki við langborð sem treður í sig rosalegu magni af mat, hópur þjóna sér til þess að alltaf sé nógur matur á borðinu. Sumir eru sýndir hratt þegar þeir háma í sig. Allir eru þaktir ryki. Allt í einu gefur gólfið sig og borðið og hópurinn hrynur niður á næstu hæð fyrir neðan. Yfirþjónninn talar í kallkerfi: "Næsta hæð," og ljósakrónan er látin síga niður um eina hæð. Þjónarnir spretta niður, dusta rykið af átvöglunum, og svo heldur veislan áfram. Myndin er flott og fyndin, en kannski ekkert rosalega innihaldsrík þannig séð. Maður fær á tilfinninguna að ætlunin sé að gagnrýna neysluþjóðfélagið, en mér finnst sú gagnrýni hvorki skýr né sterk. En fínasta skemmtun.
Standing Start
Lýsingin á þessari hljómaði eins og algjört fret: "Ævi- og baráttusaga Ódysseifs er borin saman við undirbúning reiðhjólakappa fyrir keppni." Hún reyndist talsvert betri en ég bjóst við. Að vísu var frásögn sögumanns frekar tilgerðarleg, en hún byggðist einvörðungu á köflum úr Ódysseifskviðu (lesnir með sterkum skoskum hreim). Allt annað var ansi gott, og sem hluti af heildinni var frásögnin ekki alvitlaus.
Í stuttu máli sagt þá er myndin byggð upp á hliðsetningu og hliðstæðum. Saga Ódysseifs er t.d. ekki beinlínis borin saman við undirbúning reiðhjólakappans (sem hjólar stutta spretti innanhúss), heldur er hún lesin yfir þessum myndum af undirbúningnum, og það er áhorfandans að sjá samhengið. Klipping og hljóðblöndun er mjög flott. Það er klippt rytmískt og með síauknum hraða milli mismunandi þátta undirbúningsins og hjólreiðanna sjálfra. Undir þessu er svo ágæt taktföst tónlist þar sem trommuleikurinn er í aðalhlutverki, og í einu skotanna sjáum við að það er hjólreiðamaðurinn sem spilar á trommurnar. Efnið er kannski ekki ýkja spennandi, en úrvinnslan er ansi hreint ágæt.
Óður til Íslands, fyrsti hluti
Nenni ekki að skrifa mikið um þessa. Ég upplifði þetta sem afskaplega dæmigerða náttúrulífsmynd. Það er fullt af flott uppbyggðum römmum, en þetta er allt afskaplega einsleitt. Það er gríðarlegt magn af "time lapse" skotum, og restin af skotunum eru eiginlega allt annað hvort draumkennd skot þar sem myndavélin hreyfist hægt (afturábak, áfram eða til hliðar) eða þá alveg kyrr skot. Aftur og aftur var klippt með hægu dissolvi úr skoti sem hreyfðist hægt í eina átt í skot sem hreyfðist hægt í aðra átt (t.d. skot sem hreyfist hægt til hliðar -> dissolve -> skot sem hreyfist hægt áfram). Tónlistin var klisjukennd og á köflum beinlínis ömurleg (einhver vælandi gítarsóló). Og yfir öllu var stanslaust blaðrið í sögumanni, þar sem lýsir á ýkt ljóðrænan hátt því sem fyrir augu ber (á þýsku).
Cannes stuttmyndir
Ætla ekki að skrifa um allar, en heilt yfir voru þetta fínar myndir.
"Love You More": Bara nokkuð fín stuttmynd um fyrsta skiptið. Unglingsstrákur og stelpa ætla bæði að kaupa sér nýju smáskífuna með Buzzcocks (árið er 1978), en það er bara eitt eintak til. Hún býður honum heim til sín að hlusta á plötuna, og það verður til þess að þau stunda kynlíf meðan lagið "Love You More" spilar aftur og aftur. Mér fannst hún mest skemmtileg fyrir það hvernig hún fangar þetta lykilmóment í lífi ungmennanna.
"Þráin": Önnur mynd sem notar lykilmóment sem útgangspunkt. Kona á miðjum aldri fellur í þunglyndi þegar eiginmaðurinn fer frá henni. Við sjáum viðbrögðin um leið og hann fer, síðan er klippt tvo mánuði fram í tímann, og það er greinilegt að hún hefur ekkert aðhafst þessa tvo mánuði, heldur verið eins og draugur. En þá fer hún að vakna aftur til lífsins, sérílagi kynferðislega, og í lokin virðist hún komin yfir erfiðasta hjallann.
"Næsta hæð": Virkilega flott mynd. Við sjáum hóp af fólki við langborð sem treður í sig rosalegu magni af mat, hópur þjóna sér til þess að alltaf sé nógur matur á borðinu. Sumir eru sýndir hratt þegar þeir háma í sig. Allir eru þaktir ryki. Allt í einu gefur gólfið sig og borðið og hópurinn hrynur niður á næstu hæð fyrir neðan. Yfirþjónninn talar í kallkerfi: "Næsta hæð," og ljósakrónan er látin síga niður um eina hæð. Þjónarnir spretta niður, dusta rykið af átvöglunum, og svo heldur veislan áfram. Myndin er flott og fyndin, en kannski ekkert rosalega innihaldsrík þannig séð. Maður fær á tilfinninguna að ætlunin sé að gagnrýna neysluþjóðfélagið, en mér finnst sú gagnrýni hvorki skýr né sterk. En fínasta skemmtun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
langar að sjá þessa love you more, er svo mikill buzzcocks aðdáandi. takk fyrir infóið annars hefði ég örugglega misst af henni :)
Skrifa ummæli