- Það er komin dagskrá í einum flokknum, "Fyrir opnu hafi", og strax eru nokkrar sem mér líst vel á (ég ætla t.d. alveg örugglega á My Winnipeg eftir Guy Maddin).
- Ég er ennþá að bíða eftir upplýsingum um "opin námskeið" sem þeir auglýsa á síðunni, en þau eiga víst að vera stíluð á 25 ára og yngri, og ef einhver þeirra virðast gagnleg, þá gæti ég tekið upp á því að senda ykkur á þau. Hins vegar eru þeir byrjaðir að auglýsa Soundtrack keppni, sem felst í því að semja tónlist við 5-10 mínútna búta úr The Crowd (1928) eftir King Vidor. Þetta gæti verið skemmtileg æfing fyrir þau ykkar sem eru tónlistarlega sinnuð. Skráningarfrestur er til 15. september.
- Grettir kabarett, 48klst. stuttmyndakeppni verður haldin í tengslum við hátíðina. Þá fáið þið 48 tíma til þess að taka og klippa stuttmynd. Það væri ansi gaman að geta sent lið í keppnina í ár. Endilega pælið í því.
- Jim Emerson, einn besti kvikmyndabloggarinn sem ég veit um, er núna á TIFF (Toronto International Film Festival) og það er ansi gaman að fylgjast með því sem hann skrifar þaðan. Í fyrsta lagi getur maður fengið hint um sumar myndanna sem verða á RIFF, og svo getur maður líka fengið smjörþefinn af stemningunni á svona hátíð (þótt TIFF sé auðvitað margfalt stærri, og gæti hugsanlega verið besta kvikmyndahátíð í heimi). Emerson skrifar til dæmis mjög skemmtilega grein um þann valkvíða sem fylgir því að sækja kvikmyndahátíð þar sem maður getur aldrei séð nema í mesta lagi 1/6 af því sem er í boði, og þurfa að velja á milli mynda sem maður veit í raun ekkert um. Og ekki nóg með það, heldur vill maður ekki vita of mikið um myndirnar, enda myndi hátíðarbröltið þá glata sjarma sínum:
"But it is possible to overthink a festival. I believe it was travel guru Rick Steves who offered the wisest of maxims for experiencing just about everything in life, something along the lines of "Don't be afraid to get lost." You have to be willing to take some chances, pursue hunches, take advantage of coincidental encounters and connections when they arise, and just... improvise. Arbitrary and capricious decisions are to be encouraged at film festivals."
þriðjudagur, 9. september 2008
Eruð þið farin að hlakka til RIFF?
Ég er farinn að hlakka til, og kvíða pínu fyrir (þetta var rosa keyrsla í fyrra, þegar ég fór á 25 myndir á 11 dögum).
Hér á eftir koma nokkrir punktar til þess að hefja upphitun fyrir hátíðina:
Jæja, ef þið eruð jafn mikil bíónörd og ég, þá eruð þið núna komin með vatn í munninn af tilhugsuninni um RIFF. Miðasala hefst í næstu viku. Mér skilst að kvikmyndadeild Skólafélagsins sé að reyna að ná fram einhverjum kostakjörum fyrir MR-inga - það kemur í ljós hvernig það gengur. Annars hafa nemendur í kvikmyndagerð yfirleitt keypt sér klippikort og skipt þeim á milli sín, þannig má fara á nokkrar myndir fyrir viðráðanlegar fjárhæðir.
NEWSFLASH!!
Ég hafði samband við Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda hátíðarinnar, og hún ætlar að gefa okkur afslátt af pössunum, þ.a. við fáum passana á 4000kr. (þeir kostuðu 6000kr. í fyrra, ég veit ekki hvert verðið verður núna), og auk þess ættum við að fá afslátt á aðra viðburði hátíðarinnar. Ég mæli eindregið með því að fáið ykkur passa. Þessi hátíð er u.þ.b. tíu sinnum betri en Shorts & Docs, umgjörðin er glæsilegri, sýningarnar eru fagmannlegri og stemningin er allt önnur og betri. Í fyrra voru talsvert margar sýningar þar sem var fullt út úr dyrum. Og næstum allar myndirnar eru sýndar af filmu, sem er svoleiðis margfalt betra og skemmtilegra en digibeta spólurnar sem réðu ríkjum á Shorts & Docs. Í fyrra voru sýndar ca. 80 myndir á 11 dögum, og auk þess voru þó nokkrir spennandi viðburðir. Ég náði að sjá 25 myndir og fara á 5 viðburði, og það var hellingur sem ég sá eftir að hafa misst af. Þetta var u.þ.b. dagskráin hjá mér í fyrra:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
"Mig er farið að hlakka til, og kvíða pínu fyrir..."
Siggi, Siggi, Siggi....tsssssss
Nei nei, það geta nú allir gert mistök og þú verður örugglega búinn að laga þetta áður en nokkur les þetta comment.
Úbbs. Takk fyrir ábendinguna. Þá veit maður líka að einhver er að lesa...
Skrifa ummæli