Þessi mynd er náttúrulega bara tær snilld. Mér finnst svolítið skrýtið hvað það er búið að vera lítið "buzz" í kringum þessa mynd, miðað við hversu góð hún er, og svo er þetta auðvitað Pixar og Pixar-menn gera einfaldlega ekki lélegar myndir. Það er eiginlega ótrúlegt að sjá hversu metnaðarfullir þeir eru alltaf. Myndirnar þeirra eru ekki bara skemmtilegar, heldur eru þær gríðarlega flottar og Pixar-menn reyna að ryðja nýjar brautir í hverri einustu mynd. Í greininni "Rat Rapture" fjalla David Bordwell og Kristin Thompson um Ratatouille (næstsíðustu mynd Pixar-manna á undan Up), og líka um Pixar almennt. Eitt af því sem Kristin Thompson finnst skemmtilegast við að sjá nýja Pixar mynd er að reyna að átta sig á hvaða tæknilegu markmið Pixar-menn hafi sett sér fyrir myndina, hvort sem það er að ná raunsæjum loðnum feldi eins og í Monsters Inc., flottum endurspeglunum eins og í Cars (þar sem spegilslétt og gljáandi yfirborð aðalpersónanna var helsta áskorunin), eða í Ratatouille þar sem þeir ná áður óþekktum hæðum í raunsæi umhverfisins (tökum sem dæmi eldhúsið, þar sem hver einasta flís var stillt af svo þær væru ekki allar eins). Pixar sameinar einfaldlega ótrúleg tæknileg afrek og virkilega góða afþreyingu. Geri aðrir betur.
Ég er ekki viss hvert tæknilega markmiðið er í Up. Það sem mér dettur helst í hug er þrívíddin. Pixar hefur gefið það út að allar myndir þess héðan í frá verði í 3-D (og þeir eru meira að segja að "endurgera" Toy Story 1 og 2 í 3-D). Persónulega fannst mér þrívíddin í Up ekki bæta miklu við, og eiginlega hefði ég frekar viljað sjá hana í tvívídd einfaldlega vegna þess að mér finnst svolítið erfitt að horfa á þrívídd (augun þreytast frekar). Á hinn bóginn var ágætt að sjá þrívíddarmynd sem er ekki bara gimmick, þar sem eru engar senur sem ganga BARA út á hluti sem þjóta í átt að áhorfandanum.
Eins flott og Up er, þá er það sagan sem heillar mann. Montage-senan þar sem líf gamla karlsins er tekið saman er alveg frábær. Og svo er myndin bara uppfull af frábærum persónum (sérílagi skátinn Russell og hundurinn Dug) og fyndnum uppákomum. Í raun er allt tengt hundunum alveg sérlega skemmtilegt (t.d. "the cone of shame"). Sagan heldur manni alveg frá byrjun og maður tengist persónum tilfinningaböndum, svo að manni hlýnar um hjartarætur þegar vel gengur og maður verður jafnvel klökkur á ákveðnum augnablikum ("Thanks for the adventure..." - þeir sem hafa séð myndina vita hvað ég meina). Þetta er mynd sem allir verða að sjá!
Að lokum:
David Bordwell skrifaði aðra skemmtilega grein um Pixar, "A Glimpse into the Pixar Kitchen", sem fjallar svolítið um það hvernig þessar myndir eru unnar, bæði frá tæknilegu og listrænu sjónarmiði. Hér er áhugaverður kafli úr þeirri grein:
What makes Pixar films so fine? Bill supplied one answer: It’s a director-driven studio. As opposed to filmmaking-by-committee, with producers hiring a director to turn a property into a picture, the strategy is to let a director generate an original story and carry it through to fruition (aided by all-around geniuses like the late Joe Ranft). Within the Pixar look, John Lasseter’s Toy Story 2 and Cars are subtly different from Brad Bird’s The Incredibles and Ratatouille or Andrew Stanton’s Finding Nemo and upcoming Wall.E.Í greininni "Reflections on Cars" er Kristin Thompson í sömu pælingum og í "Rat Rapture", en fer aðeins dýpra í efnið.
Á youtube má finna bráðskemmtileg "upisode" sem innihalda senur sem ekki eru í myndinni (1, 2, 3).
Að lokum, smá glaðningur:
2 ummæli:
Ég tók einmitt líka eftir þessu með Citizen Kane, hvernig þær byrja eins. Sammála með myndina. Tær snilld!
Góður punktur með markmiðin, gljáann og feldinn... Markmiðið í Up? Ég er ekki viss... Er þetta fyrsta 3-D mynd Pixar?
Ég er algjörlega sammála því að þessi mynd þurfti ekkert að vera í þrívídd. Þrívíddin gaf myndinni voðalega lítið og ég varð persónulega ekkert var við hana. Það var bara pirrandi að þurfa að vera með þessi gleraugu!
Skrifa ummæli