fimmtudagur, 20. september 2007

100 bestu myndirnar sem eru ekki á ensku

Edward Copeland sem bloggar á eddieonfilm.blogspot.com tók sig til og gerði könnun meðal helstu kvikmyndabloggaranna til þess að finna 100 bestu "erlendu" (ekki á ensku) myndir allra tíma. Listinn er skemmtilegur aflestrar og að mörgu leyti fróðlegur. Sumt kemur á óvart, og ber titill listans keim af því: "The Satyajit Ray Memorial Anything-But-Definitive List of Non-English Language Films", en nafnið er einmitt tilkomið af því að engin af myndum Satyajit Ray komst á listan og Copeland var allt annað en ánægður með það.
Hvað um það... Akira Kurosawa á flestar myndir á topp 100 (Throne of Blood #64, High and Low #51, Yojimbo #44, Ran #16, Ikiru #14, Rashomon #13 og Seven Samurai #2). Hann nær þó ekki toppsætinu, því þar trónir Jean Renoir með La Régle du jeu (Rules of the Game), sem er nota bene snilldarmynd, þó ég sé ekki viss um að hún myndi endilega vera á toppnum hjá mér.
Ég er búinn að sjá 49 af þessum 100 myndum. Aftur á móti er ég búinn að sjá 15 af efstu 20. Þar að auki eru 15 myndir á þessum lista sem ég á til hjá mér, en á bara eftir að horfa á. Þannig að þessi listi virkar sem hvatning til þess að sjá þessar myndir.
Hvað eruð þið búnir að sjá margar?
Besta erlenda mynd allra tíma?
Rammi úr La Régle du jeu eftir Jean Renoir
(sem er annar frá vinstri og er frábær í þessari mynd)

3 ummæli:

Marinó Páll sagði...

Hey, linkurinn er vitlaus tvöfalt http:// í honum

Siggi Palli sagði...

Takk fyrir leiðréttinguna. Nú er hann réttur.

Nafnlaus sagði...

Ég er búinn að sjá 9 myndir þarna, frekar slök frammistaða.