laugardagur, 15. september 2007

Hrós og skammir

Nú eru rúmlega þrjár vikur liðnar af önninni, og ef allt væri með felldu ættu allir að vera komnir með 6 sæmilegar færslur á bloggið sitt. Það er því miður ekki raunin.

En byrjum á hrósinu.
  • Glæsilegasta bloggið hingað til er án nokkurs vafa bloggið hans Ingólfs. Magn og gæði haldast í hendur - færslurnar innihalda góða punkta og skemmtilegar pælingar. Pottþétt tía!
  • Björn er líka með mjög gott blogg. Mjög góðar færslur og ágætlega myndskreytt. Önnur tía.
  • Óskar er með ágætt blogg. Færslurnar eru fínar og uppfylla kröfur, en bloggið stenst ekki alveg samanburð við Ingólf og Björn. 9-9,5.
  • Árni er með mjög fínt blogg, en vantar 1-2 færslur upp á að halda í við kvótann.
Svo eru nokkrir sem eru með fínar færslur, en þurfa að skrifa oftar: Ari (mjög góðar færslur, bara of fáar), Alexander, Arnar, Birkir, Bjarki, Einar, Emil, Eyjólfur, Jón, Marinó, Robert og Svavar (bara ein færsla hingað til).

Og svo skammirnar... Það eru nokkrir sem eru varla byrjaðir að skrifa færslur, og meira að segja einhverjir sem eru ekki búnir að stofna blogg:
  • Gísli þarf að skrifa fleiri og vandaðri færslur.
  • Daníel er rétt byrjaður og bara kominn með eina færslu.
  • Hjálmar og Ingi eru ekki búnir að skrifa neinar færslur.
  • Aron, Guðmundur og Hlynur eru ekki einu sinni búnir að stofna blogg.
Eftir því sem þið bíðið lengur, þeim mun erfiðara verður það að vinna upp það sem vantar upp á. Act now!

Engin ummæli: