En byrjum á hrósinu.
- Glæsilegasta bloggið hingað til er án nokkurs vafa bloggið hans Ingólfs. Magn og gæði haldast í hendur - færslurnar innihalda góða punkta og skemmtilegar pælingar. Pottþétt tía!
- Björn er líka með mjög gott blogg. Mjög góðar færslur og ágætlega myndskreytt. Önnur tía.
- Óskar er með ágætt blogg. Færslurnar eru fínar og uppfylla kröfur, en bloggið stenst ekki alveg samanburð við Ingólf og Björn. 9-9,5.
- Árni er með mjög fínt blogg, en vantar 1-2 færslur upp á að halda í við kvótann.
Og svo skammirnar... Það eru nokkrir sem eru varla byrjaðir að skrifa færslur, og meira að segja einhverjir sem eru ekki búnir að stofna blogg:
- Gísli þarf að skrifa fleiri og vandaðri færslur.
- Daníel er rétt byrjaður og bara kominn með eina færslu.
- Hjálmar og Ingi eru ekki búnir að skrifa neinar færslur.
- Aron, Guðmundur og Hlynur eru ekki einu sinni búnir að stofna blogg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli