föstudagur, 21. september 2007

Dagskrá næstu viku

Á mánudag er tvöfaldur tími og þá höldum við áfram að skoða kvikmyndasöguna. Ég sýni ykkur væntanlega fleiri myndbrot úr snilldarþáttunum Hollywood. Þessir þættir fjalla um þögla tímabilið í Hollywood og eru einhverjir bestu þættir sem ég hef séð.
Á miðvikudag er einfaldur tími (mæting 8:55) þar sem haldið verður áfram með kvikmyndasöguna. Vonandi náum við að klára þögla tímabilið í þessum tíma.
Á miðvikudag er líka bíósýning, kl. 16:10, og á hana eiga allir að mæta. Sýnd verður The General, stórvirki Buster Keaton. Þessi mynd er stórkostleg, og það má enginn láta hana fram hjá sér fara.

Engin ummæli: