mánudagur, 24. september 2007
RIFF - Siggi mælir með...(1): Viðburðir og málþing
Nú nálgast upphaf kvimyndahátíðarinnar óðfluga. Aðalatriðið á hátíðinni er auðvitað bíómyndirnar, en ég ætla að byrja á að benda ykkur viðburði og málþing sem gæti verið gaman að mæta á.
Grettir kabarett
Þið skráið ykkur á Hressó fimmtudaginn 27. september, kl. 17:00.
Þið hafið 48 klst. til þess að ljúka við stutmynd.
Þátttökugjaldið er 1500kr.
Það væri frábært ef við gætum safnað saman í einn hóp í þessari keppni!
Sundbíó
Langar þig til þess að horfa á Jaws í Laugardalslauginni?
Laugardaginn 29. september, kl. 19-22 verður Jaws sýnd undir vatnsyfirborðinu.
Takið með ykkur snorkel og sundgleraugu, þetta verður frábær stemning...
Námskeið um eftirvinnslu á heimildarmyndum
Langáhugaverðasta málþingið.
"Leikstjórar heimildamynda sitja oft uppi með hundruðir klukkustunda af efni, en hvernig er hægt að breyta slíkum hafsjó af upptökum í kröftuga heimildamynd?"
Fræðandi og spennandi.
Miðvikudaginn 3. október, kl. 13-16, í Norræna húsinu. Nú geta þeir sem eru búnir kl. 13 virkilega nýtt sér það.
Japanskar teiknimyndir
Norræna húsið, laugardaginn 29. september, kl. 14-17.
Japanskar teiknimyndir eru áhugavert listform og það er margt spennandi að gerast á þeim bænum. Sérfræðingur um anime, Nobuyuki Tsugata, flytur fyrirlestur um anime og framtíð teiknimynda. Nokkuð áhugavert.
Spjall við Aki Kaurismäki
Norræna húsið, laugardaginn 29. september, kl. 12-14
Ef karlinn er eins skemmtilegur og sögur fara af, þá má maður ekki missa af þessu.
Hvert stefnir íslensk kvikmyndagerð?
Norræna húsið, sunnudaginn 30. september, kl. 13-16.
Hljómar svolítið þurrt, en gæti verið ansi áhugavert...
Ég veit vel að sumt af þessu er á skólatíma, og ef maður ætlar á allt á laugardeginum þá fer bókstaflega allur dagurinn í það. En ég skora á ykkur að mæta á a.m.k. einn svona viðburð. Ég held að heimildarmyndanámskeiðið sé alveg sérstaklega fróðlegt, og það væri örugglega frábært að taka þátt í Gretti.
Grettir kabarett
Þið skráið ykkur á Hressó fimmtudaginn 27. september, kl. 17:00.
Þið hafið 48 klst. til þess að ljúka við stutmynd.
Þátttökugjaldið er 1500kr.
Það væri frábært ef við gætum safnað saman í einn hóp í þessari keppni!
Sundbíó
Langar þig til þess að horfa á Jaws í Laugardalslauginni?
Laugardaginn 29. september, kl. 19-22 verður Jaws sýnd undir vatnsyfirborðinu.
Takið með ykkur snorkel og sundgleraugu, þetta verður frábær stemning...
Námskeið um eftirvinnslu á heimildarmyndum
Langáhugaverðasta málþingið.
"Leikstjórar heimildamynda sitja oft uppi með hundruðir klukkustunda af efni, en hvernig er hægt að breyta slíkum hafsjó af upptökum í kröftuga heimildamynd?"
Fræðandi og spennandi.
Miðvikudaginn 3. október, kl. 13-16, í Norræna húsinu. Nú geta þeir sem eru búnir kl. 13 virkilega nýtt sér það.
Japanskar teiknimyndir
Norræna húsið, laugardaginn 29. september, kl. 14-17.
Japanskar teiknimyndir eru áhugavert listform og það er margt spennandi að gerast á þeim bænum. Sérfræðingur um anime, Nobuyuki Tsugata, flytur fyrirlestur um anime og framtíð teiknimynda. Nokkuð áhugavert.
Spjall við Aki Kaurismäki
Norræna húsið, laugardaginn 29. september, kl. 12-14
Ef karlinn er eins skemmtilegur og sögur fara af, þá má maður ekki missa af þessu.
Hvert stefnir íslensk kvikmyndagerð?
Norræna húsið, sunnudaginn 30. september, kl. 13-16.
Hljómar svolítið þurrt, en gæti verið ansi áhugavert...
Ég veit vel að sumt af þessu er á skólatíma, og ef maður ætlar á allt á laugardeginum þá fer bókstaflega allur dagurinn í það. En ég skora á ykkur að mæta á a.m.k. einn svona viðburð. Ég held að heimildarmyndanámskeiðið sé alveg sérstaklega fróðlegt, og það væri örugglega frábært að taka þátt í Gretti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli