laugardagur, 15. september 2007

Maraþoni lokið

Þá er stuttmyndamaraþoninu lokið. Ég var að taka við myndavélinni frá seinasta hópnum og þetta virðist hafa gengið fyrir sig stórslysalaust.
Okkur tókst að láta myndavélina ganga milli hópanna fimm, og mér sýnist við bara hafa týnt einni lítilli firewire-snúru. Ef eitthvað varð að týnast, þá er þetta "best case scenario" - svona snúra kostar ca. 800kr. og ég á aðra eins heima. Þið getið kannski litið í kringum ykkur og séð hvort þið finnið hana.
Ekki höfðu allir vit á að hafa aðra rafhlöðuna í hleðslu meðan þeir notuðu hina, og það leiddi til þess að hópur 4 (minnir mig) fékk tvær tómar rafhlöður, sem er ekki gott. En við lærum vonandi af reynslunni.
Það verður spennandi að sjá afraksturinn á mánudagsmorgun...

Engin ummæli: