laugardagur, 6. október 2007

RIFF - NEWSFLASH

Ég var að frétta að Peter Greenaway mun halda fyrirlestur á morgun, laugardag, í stofu 101 í Odda, kl. 17:30. Það er ókeypis inn. Ég mæli endilega með að þið mætið.
Peter Greenaway er einn frægasti "experimental" leikstjóri nútímans. Meðal frægustu mynda hans eru m.a. The Cook the Thief His Wife & Her Lover (1989), A Zed & Two Noughts (1985) og 8½ Women (1999). Ég hef bara séð The Cook..., en mér fannst hún nokkuð góð.

Engin ummæli: