miðvikudagur, 10. október 2007

Skil á hátíðarfærslum

Skilafrestur á hátíðarfærslum er til miðnættis næstkomandi sunnudag. Eftir það lækkar einkunnin. Þið eigið að gera a.m.k. tvær veglegar færslur um myndir sem þið sáuð á hátíðinni eða viðburð sem þið fóruð á. Hver færsla á að vera a.m.k. 300 orð, og ekki skemmir fyrir ef það fylgir mynd með.
Ef þið komust af einhverri ástæðu ekki á tvær myndir á hátíðinni þá eru nokkrar leiðir til þess að komast í kringum það. Heima, 11th Hour og The Bothersome Man eru allar í almennum sýningum. Ég mæli með að þið farið þá annað hvort á Heima eða Vandræðamanninn - ég hef bara heyrt slæma hluti um 11th Hour.
Þá eru nokkrar myndir á hátíðinni sem eru aðgengilegar á DVD eða netinu. Þar á meðal eru Brand on the Brain, Fay Grim, XXY og Danielson: A Family Movie.
Svo eru gömlu myndirnar eftir Kaurismäki og Fassbinder allar til á DVD. Maður án fortíðar á t.d. að vera til á velflestum vídeóleigum.
Þannig að þið hafið enga afsökun fyrir því að skila ekki inn færslum (fyrir utan það að það á nú ekki að vera svo erfitt að fara tvisvar í bíó á 10 dögum).

1 ummæli:

Jón sagði...

23:55, verður varla tæpara...