sunnudagur, 21. október 2007

Í sjónvarpinu í kvöld

Aldrei þessu vant er sjónvarpsdagskráin ansi girnileg í kvöld. Ef þið hafið tíma, mæli ég með að þið eyðið kvöldinu fyrir framan imbakassan:

Sjónvarpið kl. 21.20 - Reiði guðanna

Heimildarmynd um stórslysið sem var gerð Bjólfskviðu. Ég hef heyrt góða hluti um þessa mynd, m.a. að hún sé svona þúsund sinnum meira áhugaverð en Bjólfskviða sjálf.

Sjónvarpið kl. 22.35 - Touch of Evil
Snilldarmynd eftir Orson Welles. Yfirleitt talin seinasta ekta film noir myndin. Myndatakan er frábær. Upphafsatriðið er skylduáhorf, eitt besta upphafsatriði kvikmyndasögunnar, langt og rosalega flott tracking skot. Welles er brilljant í hlutverki spillta lögreglustjórans, og Charlton Heston sleppur sæmilega frá sínu sem Mexíkóinn Vargas. Ef þið hafið ekki séð hana, þá er þetta algjör skylda.
Takið eftir lýsingunni og skuggunum á veggnum fyrir aftan þá. Þetta er bara flott. Og hún er næstum öll í þessum stíl.

Stöð 2 kl. 22.55 - For a Few Dollars More
Fyrir þá sem eru með Stöð 2 og búnir að sjá Touch of Evil, þá er þetta fínasta mynd. Gríðarlega flott widescreen-myndataka og ótrúlega góð notkun á tónlist. Og rosalega töff.

1 ummæli:

Jolli sagði...

Ég er mjög hrifinn af spagettí-vestrunum með Eastwood og Leone. The Good, The Bad and The Ugly er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Mjög flottar myndir!