sunnudagur, 28. október 2007

Dagskrá næstu viku

Mánudagur kl. 8.10-9.35
Ræðum okkar sýn á A Piece of Apple Pie og skoðum hvernig við gætum sviðsett og tekið upp myndina. Berum okkur svo saman við umfjöllunina í FDF. Munið að hér er engin ein rétt lausn - en við verðum að geta réttlætt ákvarðanir okkar, þó ekki sé nema fyrir sjálfum okkur.

Mánudagur kl. 16.10-18.00
Horfum á ... La Régle du jeu (Rules of the Game) í leikstjórn Jean Renoir frá 1939. Þetta er stórgóð mynd, og þið munið kannski eftir því að hún var í fyrsta sæti á listanum yfir "100 bestu myndirnar sem eru ekki á ensku" sem ég gerði færslu um um daginn.
Opnan um La Régle du jeu úr 1001 Movies You Must See Before You Die. Smellið á myndina til þess að sjá opnuna í læsilegri stærð.

Miðvikudagur kl. 8.55-9.35
Höldum áfram í FDF. Förum hratt yfir næstu kafla (kaflar 10-12). Þótt þeir séu að mörgu leyti áhugaverðir þá nýtast þeir okkur lítið akkúrat núna. Ef eitthvað í þessari umfjöllun vekur áhuga ykkar hvet ég ykkur til þess að lesa viðkomandi kafla. Efni kaflanna er:
  • vinna með leikurum
  • hlutverkaskipting á tökustað
  • eftirvinnsla (sem við ræðum betur og í miklu meiri dýpt eftir áramót)
Næsta vika fer svo að mestu leyti í fyrirlestrana.
Í vikunni þar á eftir ætlum við að grandskoða Notorious, Truman Show og í samræmi við kafla 13-15 í FDF. Ef það er langt síðan þið sáuð Truman Show hvet ég ykkur til þess að kíkja á hana aftur. Þeir sem eru ekki búnir að sjá ættu að kíkja á hana (og ég minni á að þeir sem ekki mættu á sýninguna, eða létu sig hverfa, fá ekki mætingu í þá tíma fyrr en þeir birta góða færslu um myndina).

2 ummæli:

Bóbó sagði...

Verð að segja að ég get nefnt þónokkrar myndir án ensks tals, sem eru miklu betri en þessi. Hver eru eiginlega rökin fyrir því að þetta sé besta erlenda mynd allra tíma?

Siggi Palli sagði...

Þessi listi er náttúrulega enginn heilagur sannleikur. Þetta er einfaldlega niðurstaðan af skoðanakönnun meðal kvikmyndabloggara þar sem hver og einn valdi sínar topp-25 myndir ekki á ensku (minnir mig). Þessi mynd fékk einfaldlega flest stig.
Ef mig misminnir ekki þá er hægt að sjá rök nokkurra fyrir valið á hverri mynd á þessari síðu, þ.a. ef þú ert virkilega forvitinn geturðu kíkt á það.
Persónulega finnst mér þetta mjög góð mynd. Veiðisenan finnst mér ótrúlega flott, og eins það hvernig hún endurómar í lokin. Myndbyggingin er fín, með nokkuð djúpum fókus (áhrifavaldur á Kane?). Leikurinn er góður, sérstaklega hef ég gaman af leikstjóranum sjálfum sem Octave. Og svo finnst mér hún sprenghlægileg á köflum.
Þar með er ekki sagt að hún yrði endilega í fyrsta sæti hjá mér á lista yfir myndir sem eru ekki á ensku, en hún kæmist garanterað á topp-10 lista.