föstudagur, 26. október 2007
Tveir góðir linkar
Intensified continuity revisited
David Bordwell hefur pælt ansi mikið í því hvernig maður segir sögu í kvikmyndum og í mismunandi áherslum í frásögn. Í þessari grein bendir hann á hvernig frásagnarlistin hefur breyst seinustu 50 árin. Hann tekur dæmi úr einni senu í The Shop Around the Corner (Ernst Lubitsch, 1940) og endurgerðinni á henni, You've Got Mail (Nora Ephron, 1998). Hann bendir m.a. á það hversu miklu meiri áhersla er lögð á sviðsetningu í eldri útgáfunni, meðan endurgerðin klippir ört milli nærmynda. Og það fer ekki á milli mála hvor útgáfan honum finnst betri.
Annars er bloggið hjá Bordwell alveg brilljant. Hann fer djúpt í hlutina, en skrifar samt mjög læsilegar greinar. Hann linkar fram og tilbaka í tengdar greinar, þ.a. maður getur oft flakkað milli greina tímunum saman.
Senses of Cinema
Stórgott ástralskt vefrit um kvikmyndir. Þar birtast reglulega áhugaverðar greinar og þeir eru með stuttar ritgerðir um fjöldann allan af leikstjórum (sem gætu nýst ykkur í fyrirlestrunum).
David Bordwell hefur pælt ansi mikið í því hvernig maður segir sögu í kvikmyndum og í mismunandi áherslum í frásögn. Í þessari grein bendir hann á hvernig frásagnarlistin hefur breyst seinustu 50 árin. Hann tekur dæmi úr einni senu í The Shop Around the Corner (Ernst Lubitsch, 1940) og endurgerðinni á henni, You've Got Mail (Nora Ephron, 1998). Hann bendir m.a. á það hversu miklu meiri áhersla er lögð á sviðsetningu í eldri útgáfunni, meðan endurgerðin klippir ört milli nærmynda. Og það fer ekki á milli mála hvor útgáfan honum finnst betri.
Annars er bloggið hjá Bordwell alveg brilljant. Hann fer djúpt í hlutina, en skrifar samt mjög læsilegar greinar. Hann linkar fram og tilbaka í tengdar greinar, þ.a. maður getur oft flakkað milli greina tímunum saman.
Senses of Cinema
Stórgott ástralskt vefrit um kvikmyndir. Þar birtast reglulega áhugaverðar greinar og þeir eru með stuttar ritgerðir um fjöldann allan af leikstjórum (sem gætu nýst ykkur í fyrirlestrunum).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli