föstudagur, 26. október 2007

Umsagnir um stuttmyndamaraþon (loksins, loksins)

Ég er búinn að láta þetta bíða allt of lengi. Hér koma stuttar umsagnir og einkunnir fyrir stuttmyndamaraþonið. Allar myndirnar voru frambærilegar (miðað við aðstæður) en auðvitað misgóðar.

Hópur 1 – “Vottur”
Jón
Ingólfur
Árni
Arnar
Ari

Ansi góð. Mörg stórskemmtileg atriði (10-11, baðherbergið, lokasenan). Einföld og góð saga. Tónlist og klipping nánast eins góð og hægt er að ná fram í myndavélinni. Eini áberandi gallinn er lýsingin í lokaatriðinu (sem má laga í tölvu).

9,5

Hópur 2 - Innilokunarkennd
Bjarki
Robert
Daníel
Hlynur
Gísli

Nokkuð fín. Leikur sér skemmtilega með myndavélina og skapar sæmilega stemmningu. Helsti gallinn er allt of lágt hljóð (sem má laga í tölvu).

9,0


Hópur 3 - Trailer
Björn
Emil
Marinó
Svavar

Áhugaverð pæling og nokkuð metnaðarfullt að ætla sér að búa til trailer án þess að nota klippitölvu. Ég var samt búinn að tala um að það ætti að vera saga í stuttmyndunum og mér fannst vanta upp á það hér.

8,0

Hópur 4 – “Búálfur”
Alexander
Andrés
Birkir
Einar
Óskar

Byrjaði mjög skemmtilega og fær plús fyrir glæsilegan búálfinn. Seinni hlutinn missti sig í hálfgerða dellu.

8,5

Hópur 5 – Dönsk draugasaga
Aron
Eyjólfur
Guðmundur
Hjálmar
Ingi

Nokkuð fín. Náði að skapa góða stemmningu, sem hefði vafalítið verið betri ef við hefðum heyrt betur í tónlistinni (það má laga í eftirvinnslu). Skemmtilega over-the-top á lokasprettinum.

9,0

Engin ummæli: